“MÓTUN FRAMTÍÐAR – Hugmyndir – Skipulag – Hönnun”
Bókin “MÓTUN FRAMTÍÐAR – Hugmyndir – Skipulag – Hönnun” MÓTUN FRAMTÍÐAR er ævi- og starfssaga Trausta Valssonar. Persónusagan er þó ekki í forgrunni, heldur þeir straumar og stefnur sem ríkt hafa í skipulagi og hönnun sl. 50 ár. Þar sem Trausti lauk prófi bæði í arkitektúr og skipulagi við háskóla í Berlín og Berkeley á miklum umbyltingatímum í þessum fögum – og kynntist helstu hugmyndafræðingum – á hann auðvelt með að lýsa hvað hefur helst mótað breytingarnar á síðustu hálfri öld. Bókin má því kallast þróunar- og hugmyndasaga skipulags og hönnunar. Jafnframt segir Trausti frá helstu skipulags- og rannsóknaverkefnum starfsævi sinnar í bókinni. Helstu þemu þar eru þróun skipulags í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu, Íslandsskipulag og byggðamál, sem og breytingar á þróun byggðar í heiminum með hnattrænni hlýnun. Bókin er með um 700 myndum. Henni fylgir mynddiskur með filmuefni í tíu stuttmyndum, úr skipulags- og hönnarsögu á Íslandi, þ.e.a.s. efni sem tengist ævi Trausta. Starfslok hans sem prófessors við HÍ um áramótin 2015 -´16, eru vegna sjötugsafmælis hans þá.