FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Formaður FÍLA kosinn einn af varaforsetum IFLA Europe

Formaður FÍLA kosinn einn af varaforsetum IFLA Europe

Á aðalfundi IFLA Europe 17. til 18. október sl. var kosið í nýja 6 manna stjórn samtakann. Nýr forseti samtakanna var kosinn Tony Williams frá Írlandi og varaforseti fyrir samskiptamál er Laure Aubert frá Frakklandi, en gjaldkerinn Marc Claramunt situr áfram gjaldkeri. Þau voru öll í fyrri stjórn samtakanna

Þrír nýjir fulltrúar koma inn í nýja stjórn, en það eru Anja Boserup Qvist frá Danmörku verður gjaldkeri, Emilia Weckman frá Finnlandi verður varaforseti fyrir menntunarmál og Hermann Georg Gunnlaugsson frá Ísland verður varaforseti fyrir fagleg málefni. Stjórnarfólk er kosið til 2 ára.

IFLA Europe er evrópudeild heimssamtaka landslagsarkitekta með rúmlega 10.000 félagsmenn, en aðildarfélög samtakanna koma frá samtals 34 löndum í Evrópu.