FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Málþing í Norræna húsinu 3. júní 2019

Þann 3. Júní  kl. 13-17.30 verður málþing í Norræna húsinu um samgöngur og skipulag á Höfuðborgarsvæðinu. Aðstandendur málþingsins er hópur á vegum skipulagsdeildar norsks háskóla (Department of urban and regional planning (BYREG), Norwegian University of Life Sciences (NMBU) ásamt samstarfsaðilum þeirra við Háskóla Íslands.

Á málþinginu verða kynntar niðurstöður úr Resactra-is rannsóknarverkefninu sem fjallar um ferðavenjur og byggt umhverfi Höfuðborgarsvæðisins. Einnig verða kynntar niðurstöður úr verkefninu SuReCa (Leit að sjálfbærri höfuðborg Reykjavíkur: lífsstíll, viðhorf, ferðavenjur, vellíðan og áhrif ungra fullorðinna á loftslagsbreytingar). Byggt á núverandi markmiðum um skipulag höfuðborgarsvæðisins, mun málþingið fjalla um markmið, áskoranir og tækifæri sem geta leitt til sjálfbærs skipulags og samgangna.

Nánari upplýsingar er að finna á þessari slóð: www.nmbu.no/go/resactrais

Sama dag mun Dr. Petter Ness Prófessor við NMBU flytja fyrirlestur í Háskóla Íslands kl. 10.30-12, sjá nánar á þessari slóð: https://www.hi.is/vidburdir/gestafyrirlestur_petter_naess