FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

MÁLÞINGIÐ – NÁTTÚRA OG HÖNNUN 17.ÁGÚST

Fimmtudaginn 17.ágúst nk. mun Félag íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA, standa að hálfs dags málþingi sem ber yfirskriftina Náttúra og hönnun – Hvernig fær náttúran aukin sess í mannvirkjagerð?  FÍLA  hefur fengið til sín flotta fyrirlesara frá Norðurlöndunum sem hafa sérhæft sig í málefnum eins og stöðu vistkerfa í byggðu umhverfi, lífsferilsmat í umhverfishönnun og fengið verðlaun fyrir hönnun sem samþættir loftslagslausnir og líffræðilegan fjölbreytileika ásamt því að skapa samfélagslega sterk rými í byggðu umhverfi. Íslenskir fyrirlesarar munu fjalla um stöðu líffræðilegrar fjölbreytni á Íslandi, hvers þarf að horfa til í hönnun og áætlanagerð er varðar loftslagsbreytingar og einnig verður farið yfir feril þeirra áætlana sem liggja fyrir í Landmannalaugum.  

Málþingið, sem haldið verður í Grósku, er opið öllum og alveg ókeypis!

12:30 Húsið opnar 

Fundarstjóri er Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, landslagsarkitekt

13:00 Setning málþings, Ómar Ingþórsson, landslagsarkitekt og formaður FÍLA

13:05 Halldór Björnsson, haf- og veðurfræðingur, Veðurstofa Íslands: Loftslagsbreytingar.

13:20 Martin Hedevang, landslagsarkitekt og formaður Danske Landskabsarkitekter. Circular Economy in Landscape Architecture. Erindið verður flutt á ensku.

13:40 Snorri Sigurðsson, Ph.D. í líffræði, Náttúrufræðistofnun Íslands: Líffræðileg fjölbreytni – hvernig kemur það hönnun mannvirkja við? 

13:55 Hanna Ahlström Isacsson, landslagsarkitekt: Biodiversity & Design – 5 ingredients. Erindið verður flutt á ensku.

14:40 Kaffihlé

15:00 Magnea Guðmundsdóttir, arkitekt, Teiknistofan Stika: Mannlíf, byggð og bæjarrými.

15:15 Áslaug Traustadóttir, landslagsarkitekt Landmótun og Indro Indriði Candi, arkitekt VA Arkitektar: Landmannalaugar, hönnun í friðlandi.

15:40 Jens Linnet, landslagsarkitekt, teiknistofan BOGL: When beauty creates change.Erindið verður flutt á ensku.

16:25 Samantekt málþings Fundarstjóri

16:30 Málþingsslit

Frekari upplýsingar er að finna á Facebook-viðburði málþingsins: Málþingið Náttúra og Hönnun | Facebook