FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

JÓN H. BJÖRNSSON 100 ÁRA

Jón H. Björnssson, fyrsti íslenski landslagsarkitektinn, fæddist 19. desember 1922 og hefði því orðið 100 ára á mánudaginn næstkomandi. Hann kom til landsins árið 1953 eftir námsdvöl í Cornell-háskóla þar sem hann stundaði nám við landslagsarktitektúr, fyrstur manna á íslandi.  

Jón var frumkvöðlamaður mikill og áhrif hans á fagstéttina eru gríðarleg og ómæld. Árið 1953 stofnaði hann gróðrastöðina Alaska við Miklatorg en með fræsöfnun sinni og innflutning, jók hann mjög á úrval garðplantna á Íslandi. Samhliða gróðrastöðina starfrækti hann teiknistofu en meðal verka hans þar var sjálfur Hallargarðurinn í Reykjavík sem var algjört tímamótaverk í garðlistasögu Íslands. Þess má jafnframt geta að það var undir foystu Jóns sem byrjað var að skreyta miðbæ Reykjavíkur fyrir Jólin.

Í um áratug var Jón eini starfandi landslagsarkitekt landsins. Árið 1978 stofnaði hann ásamt öðrum FÍLA, félag íslenskra landslagsarkitekta en þar var hann ávallt virkur og sat í hinum ýmsum nefndum. Hann var gerður að heiðursfélaga árið 1993.

Eftir Jón liggja fjöldi teikninga sem varðveittar eru á heimasíðunni Alaska.is. Við hvetjum félagsmenn, í tilefni dagsins, til að grúska aðeins í verkunum.