HönnunarMars 2014
HönnunarMars fer fram í sjötta sinn, dagana 27. – 30. mars 2014. Íslenskir hönnuðir og arkitektar bera hitann og þungann af dagskrá hátíðarinnar sem spannar langa helgi og býður til ótal viðburða, innsetninga og sýninga. Á HönnunarMars er hönnun kynnt sem atvinnugrein sem byggir á traustum grunni og gegnir veigamiklu hlutverki í samtímanum.
Líkt og undanfarin ár hefst HönnunarMars með fyrirlestradegi þar sem framúrskarandi hönnuðir og arkitektar veita innblástur með þekkingu sinni og reynslu. Fyrirlestradagurinn verður haldinn fimmtudaginn 27. mars.
Sjá nánar á heimasíðu Hönnunarmiðstöðvarinnar