FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Hönnun­ar­sam­keppni fyrir brú yfir Fossvog

Hönnunarsamkeppni fyrir brú yfir Fossvog hefur nú verið auglýst á vef Ríkiskaupa, en brúin er hluti af fyrstu framkvæmdalotu Borgarlínunnar. Um framkvæmdasamkeppni er að ræða fyrir útlit og hönnun brúarinnar en hún verður einungis ætluð almenningssamgöngum, hjólandi og gangandi. Samkeppnin nær einnig til hönnunar stíga, akreina og umhverfis að brúnni innan samkeppnissvæðisins.

Brúin mun liggja frá flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar, vestan Nauthólsvíkur, yfir á norðausturhluta Kársnestáar. Samkeppnissvæðið tekur til þess svæðis á landi og sjó sem mun falla undir og við fyrirhugaða brúartengingu yfir Fossvog, milli Kópavogs og Reykjavíkur og nágrenni þess. Stærð samkeppnissvæðisins er um 4,9 hektarar.

Ríkiskaup heldur utan um hönnunarsamkeppnina í TendSign fyrir hönd Vegagerðarinnar. Samkeppnin er í tveimur þrepum og er nafnleyndar gætt á báðum þrepum fyrir milligöngu trúnaðarmanns sem annast öll samskipti við þátttakendur/keppendur.

Skilafrestur er til kl. 12:00, 21.maí, 2021.

Frekari upplýsingar má nálgast hér:http://utbodsvefur.is/honnunarsamkeppni-um-fossvogsbru/