Aðalfundur fila föstudaginn 30. apríl 2021, kl. 17-20
Aðalfundur FÍLA
Boðað er til 43. aðalfundar Félags íslenskra landslagsarkitekta
Föstudaginn 30. apríl 2021
Fundurinn verður haldinn í fundarsal Miðstöðvar Hönnunar og Arkitektúrs í
Grósku, Bjargargötu 1, 102 Reykjavík
- 17 – 20
Veitingar í boði fundar.
Farið verður að gildandi reglum um sóttvarnir og hólfað niður í sóttvarnarhólf ef þörf krefur.
Streymt verður frá fundinum og verður hlekkur inn á streymi sendur á fundarmenn sem þess óska.
Dagskrá fundarins:
- Ársskýrsla stjórnar.
- Skýrslur nefnda og IFLA fulltrúa.
- Kynning á nýjum félögum.
- Lagðir fram skoðaðir reikningar.
- Ársgjöld félaga.
- Kosning stjórnar.
- Kosning IFLA fulltrúa og fulltrúa í stjórn Hönnunarmiðstöðvar.
- Kosning félagskjörinna reikningsskoðenda.
- Kosning í nefndir.
- Önnur mál.
Fundargögn verða send félagsmönnum til kynningar fyrir aðalfund þegar nær dregur.
Kær kveðja
Stjórn fila