Forval vegna skipulags og umhverfishönnunar við Landmannalaugar
Sveitarfélagið Rangárþing ytra efnir til forvals fyrir hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Landmannalaugasvæðisins, í samvinnu við Umhverfisstofnun og Félag íslenskra landslagsarkitekta. Svæðið er innan Friðlands að Fjallabaki, er um 1,7 km² og tekur yfir núverandi þjónustusvæði í Landmannalaugum og næsta nágrenni, allt frá Grænagili og norður að Norðurnámshrauni.
Á svæðinu er m.a. gert ráð fyrir að verði eftirfarandi:
- Aðstaða Umhverfisstofnunar og gestastofa
- Gisti- og veitingaþjónusta
- Aðstaða fyrir starfsfólk, landverði og aðra eftirlitsaðila
- Aðstaða fyrir daggesti, samverustaður fyrir leiðsögufólk og hópa
- Hluti af núverandi þjónustu sem er í Landmannalaugum færist til innan svæðis
- Endurbætt stígakerfi og aðgengi fyrir hreyfihamlaða
- Endurbætt aðstaða tengd náttúrulaug
Nánari keppnislýsing og keppnisgögn verða afhent völdum teymum.
Valdir verða 3 – 4 hópar til þátttöku í samkeppninni og mun hver um sig fá greitt fyrir tillögu sína kr. 1.200.000. (án vsk). Greitt verður aukalega kr. 700.000.- fyrir verðlaunatillögu. Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að nýta allar tillögur að hluta til eða í heild. Gert er ráð fyrir því að frágangur deiliskipulags verði í samvinnu við verðlaunahafa. Áætluð skil í samkeppninni verða um miðjan nóvember. Keppendur þurfa að sýna fram á eftirfarandi:
- Í hverju teymi skal a.m.k vera einn landslagsarkitekt og einn arkitekt sem hafa leyfi til að skila inn séruppdráttum til sveitarfélags. Hvatt er til þverfaglegrar samvinnu.
- Upplýsingar um viðkomandi teymi, s.s menntun og reynslu. Almenn starfsreynsla tveggja aðalmanna teymis, á fagsviðinu, skal ekki vera minni en 8 ár samtals.
- Upplýsingar og sýnishorn teymis af a.m.k 3 deiliskipulögum.
- Sýnishorn af hönnunar- og skipulagsgögnum frá a.m.k 3 sambærilegum verkefnum.
Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.
Sérstök valnefnd mun velja þau teymi sem koma til álita og uppfylla öll skilyrði. Þau verða sett í pott og í votta viðurvist verður dregið um hvaða teymi munu taka þátt í lokaðri samkeppni.
Ef ekkert teymi uppfyllir öll skilyrðin munu þau teymi sem uppfylla flest skilyrði verða valin.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í forvalinu eru beðnir um að senda upplýsingar til undirritaðs fyrir kl. 16, þann 10. Júlí 2014 á tölvutæku formi.
Skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings ytra
Suðurlandsvegi 1, 850 Hellu
Tölvupóstfang: birgir@ry.is