FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Afmælisbarn dagsins, Svava Þorleifsdóttir

Sjáið Svövu. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.

Svava útskrifaðist frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2009 með Msc. gráðu í Landslagsarkitektúr. Svava vinnur á Landslag ehf. Og segir verkefnin vera mjög fjölbreytt en helst mætti nefna hönnun skóla- og leikskólalóða, hönnun fjölbýlishúsalóða og skipulag grænna svæða og margt, margt fleira.

Í tilefni dagsins var Svava spurð spjörunum úr.

  • Skemmtilegastu verkefnin? Öll verkefni eru skemmtileg á sinn á hátt en það er alltaf gaman að vinna að einhverju sem maður veit að muni verða mikil lyftistöng fyrir umhverfið og líðan fólks sem í því dvelur.
  • Hvaða mat getur þú alls ekki borðað? Súrmat.
  • Falin perla hönnuð af landslagsarkitekt, veist þú um svoleiðis? Þær eru örugglega út um allt.
  • Ef það yrði gerð mynd um ævi þína, hver myndi að leika þig? Ekki hugmynd, kannski Courteney Cox!!
  • Fallegasti staður á landinu? Þórsmörk.
  • Uppáhalds tónlistarmaður? Get ekki valið einn en efst á lista eru Florence Welch, Lana del Rey og auðvita Beyoncé.
  • Ef þú mættir ráða öllu, hvaða verkefni yrði ráðist í næst? Það vantar sárlega flott leiksvæði í miðbæinn. Einnig finnst mér fyrir löngu kominn tími á að taka Laugaveginn í gegn sem göngugötu. 

 

Þetta var Svava. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta og finnst vorið besti tími ársins.Verið eins og Svava.