Afmælisbarn dagsins, Ólafur Melsted
Sjáið Ólaf. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.
Ólafur útskrifaðist frá Universität Paderborn í Þýskalandi árið 1996 og starfar sem skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar. Þar starfar Ólafur við skipulagsmál sveitarfélagsins sem ná ma. til aðalskipulags, deiliskipulags ofl verkefna.
Í tilefni dagsins var Ólafur spurður spjörunum úr.
- Skemmtilegustu verkefnin? Sambland af skipulags- og hönnunarverkefnum.
- Uppáhalds bíómynd? Cinema Paradiso
- Framúrskarandi L.ark/ark/hönnuður? Mér finnst Ragnhildur Skarphéðinsdóttir vera eina af okkar allra bestu landslagsarkitektum. Sigurður Hallgrímsson er einn af mínum uppáhalds arkitektum. Einnig finnst mér hönnuðurnir í HAF-Studio vera að gera flotta hluti.
- Uppáhalds útivistarsvæði á landinu? Lóðir Háskóla Íslands eru í miklu uppáhaldi hjá mér, skeifan fyrir framan aðalbyggingu háskólans er ein flottasta hönnun höfuðborgarsvæðisins.
- Fallegasti staður á landinu? Vestfirðirnir á fallegum sumardegi.
- Uppáhalds tónlistarmaður? Ed Sheeran
- Ef þú mættir ráða öllu, hvaða verkefni yrði ráðist í næst? Klára Borgarlínuna.
Þetta var Ólafur. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.Verið eins og Ólafur.