FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Afmælisbarn dagsins, Jón Rafnar Benjamínsson

Sjáið Jón Rafnar.  Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.

Jón Rafnar útskrifaðist árið 2009 í KU, Københavns Universitet, og vinnur á Landslagi við allt mögulegt eins og hann segir – þó honum finnist hann reyndar undarlega oft settur í eldhússtörfin þar innanhúss..

Skemmtilegustu verkefnin finnst honum hugmyndavinna einhversstaðar úti í náttúrunni að reyna að sjá fyrir sér möguleikana og nálgast “réttu” lausnina… nema þegar það er rigning, þá bara það sem er í tölvunni.

Í tilefni dagsins var Jón Rafnar spurður spjörunum úr.

  • Hver var fyrsta platan sem þú keyptir þér? Hin tímalausa snilld „Of feit fyrir mig“ með Ladda.
  • Uppáhalds íslenski hönnuðurinn?  Högna Sigurðardóttir var alveg meiriháttar flínk.
  • Uppáhalds íslenski rithöfundurinn? Sjón og Hugleikur, þeir eru flott kombó. Svolítið eins og nautalund og djúpsteikt pylsa með öllu og osti, kryddi og frönskum á milli. Bæði mjög gott.
  • Helstu áhugamál?  Ætli það séu ekki helst gítarspil og tónlist. Svo stelst ég stundum í tölvuleik þegar frúin er á næturvakt.
  • Föstudagsdrykkurinn? Einhver yndislegur IPA þessa dagana.
  • Fallegasti staður á landinu? Ég held ég sé alveg hlutlaus þegar ég segi að æskuslóðirnar séu fallegustu staðir á landinu. Bæði Vesturhópið og Drangar á ströndum. Geri ekki upp á milli, en allir aðrir staðir á landinu blikna í samanburði…

 

Þetta var Jón Rafnar. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.  Verið eins og Jón Rafnar.