Afmælisbarn dagsins, Inga Rut Gylfadóttir
Sjáið Ingu. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.
Inga útskrifaðist frá Háskólanum á Ási í Noregi 1997 (heitir nú Norges miljø- og biovitenskapelige universitet) og fór svo í MBA nám í Háskóla Íslands þaðan sem hún útskrifaðist 2011. Hún er í eigendateyminu hjá Landslagi ehf. og vinn þar að fjölbreyttum verkefnum. Eitthvað að krukka í deiliskipulag en aðallega skóla- og leikskólalóðum, fyrirtækja, fjölbýlishúsalóðum, sundlaugasvæði, torg, opin svæði, skógræktarsvæði, einkalóðir og allt þar á milli.
Ingu þykir fjölbreytnin skemmtilegust og þá helst þegar unnið er með jákvæðu og skemmtilegu fólki bæði verkkaupum og samstarfsfólki.
Í tilefni dagsins var Inga spurð spjörunum úr.
- Hver var fyrsta platan sem þú keyptir þér? Örugglega einhver safnplata með Wham, Madonnu, Whitney Houston, Boy George og öllum hinum eightís tólistarmönnunum.
- Uppáhalds íslenski hönnuðurinn? Mjög erfið spurning hmmmm…. Ef ég má nefna einn þekktasta arkitekt og byggingarmeistara Íslands Guðjón Samúelsson mikill frumkvöðull í arktektúr og skipulagi, hannaði tilkomumiklar byggingar d Hallgrímskirkju, Akureyrarkirkju, Hótel Borg ofl. Annars finnst mér íslenskir hönnuðir, arkitektar og landslagsarkitektar vera að gera mjög flotta hluti og get alls ekki gert upp á milli vina minna og samstarfsfélaga.
- Uppáhalds íslenski rithöfundurinn? Ætli það sé ekki Arnaldur Indriðason þar sem ég hef líklega lesið flestar bækurnar hans. Annars les ég ekki glæpasögur, bara Arnald. Les helst bækur sem byggja á raunverulegum atburðum, minningar og allskonar sjálfshjálpar/fræðibækur.
- Helstu áhugamál? Hlaup, golf, skíði, hjól.
- Föstudagsdrykkurinn? Ískaldur bjór og algjörlega nauðsynlegt að hann sé borinn fram í fallegu glasi á fæti – annars ískalt hvítvín eða kokteill.
- Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú heyrir orðið „mosi“? Íslensk náttúra, mjúkt, iðagrænt.
- Fallegasti staður á landinu? Það var ólýsanleg upplifun að ganga Laugaveginn frá Landmannalaugum og enda í paradísinni Þórsmörk í glampandi sól og hitabylgju. Þvílík fegurð, litir og form frá upphafi til enda.
Þetta var Inga. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta. Verið eins og Inga.