FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Afmælisbarn dagsins, Hermann Georg Gunnlaugsson

Sjáið Hermann Georg. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.

Hermann Georg útskrifaðist árið 1996 frá Fachhochschule Weihenstephan í Þýskalandi (í dag: Hochschule Weihenstephan-Triesdorf) og rekur Teiknistofnuna Storð ehf, sem er ráðgjafar-fyrirtæki á svið landslagsarkitektúrs og skipulagsáætlana. Skemmtulegustu verkefnin er hönnun fyrir börn og baðstaðir. Hermann var formaður FÍLA 2013-2016 og árið 2015 var hann kosinn einn af þremur varaforsetum IFLA Europe.

Í tilefni dagsins var Hermann Georg spurður spjörunum úr.

  • Uppáhalds árstíð og hvers vegna? Fyrri hluti sumars vegna birtunnar sem er svö mögnuð, en smá haustið með litina og milda veðrið ef það er stillt og fallegt verður.
  • Falin perla hönnuð af landslagsarkitekt, veist þú um svoleiðis? Lobbý-garðurinn hjá The New York Times Building sem er hannaður af einni fyrstu konunni sem útskrifast sem landslagsarkitekt frá Harvard Design School árið 1947, Cornelia Hahn Oberlander. Hún er meðhönnuður að garðinum ásamt HM White landslagsarkitektum í New York.
  • Ef það yrði gerð mynd um ævi þína, hver myndi að leika þig? Hann er því miður látinn, en Robin Williams væri flottur. Annars austurríski leikarinn Klaus Maria Brandauer.
  • Fallegasti staður á landinu? Núpasveit í Norður-Þingeyjarsýslu. Var þar frá unga aldri í sveit á sumrin (4 ára fyrst).
  • Uppáhalds tónlistarmaður? John Lennon
  • Ef þú mættir ráða öllu, hvaða verkefni yrði ráðist í næst? Ráða landslagsarkitekt sem borgarstjóra í Reykjavík og þá yrði Reykjavík fyrst frábær, vistvæn, aðlaðandi og græn borg fyrir allt fólk í borginni.

 

Þetta var Hermann Georg. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta og getur alls ekki borðað fiskisúpu af gömlu gerðinni með sveskjum og lárviðarblöðum.Verið eins og Hermann.