FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Afmælisbarn dagsins, Áslaug Traustadóttir

Sjáið Áslaugu. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.

Áslaug útskrifaðist útskrifaðist frá Landbúnaðarháskóla Noregs árið 1988 og starfar sem framkvæmdarstjóri Landmótunar sf en þar vinnur hún einnig að allskonar hönnunarverkum, smáum og stórum.

Í tilefni dagsins var Áslaug spurð spjörunum úr.

  • Skemmtilegastu verkefnin? Held að götur og torg þar sem má vinna af alvöru með gróður og umhverfi fyrir mannlíf sé það skemmtilegasta sem ég hef komið að, en öll verkefni hafa sinn sjarma.
  • Hefurðu farið í „bannað að stíga á strik“ á árinu? Já auðvitað, þegar sumar gangstéttar eru gengnar þá stenst ekki amman mátið…
  • Uppáhalds bíómynd? Held alltaf dálítið upp á svörtu komedíuna „Funny Bones“ með ungum Oliver Platt og Lee Evans, annars algerlega eftir því hvernig ég er stemmd.
  • Framúrskarandi L.ark/ark/hönnuður? Hmm erfitt, finnst gaman þessa dagana að fylgjast með Helle Nebelong þar sem hún er að gera áhugaverða „down to eart“ hluti.
  • Uppáhalds útivistarsvæði á landinu? Víkurnar fyrir austan eru í sérflokki.
  • Fallegasti staður á landinu? Eyjafjöllin
  • Uppáhalds tónlistarmaður? Engin sérstakur, fer algjörlega eftir stemningu.
  • Ef þú mættir ráða öllu, hvaða verkefni yrði ráðist í næst? Loftslagsmálin eru orðin kapphlaup við tímann, hefði viljað sjá Ísland byggja upp öflugar almenningssamgöngur á öllu landinu, drifnar af innlendri orku.

 

Þetta var Áslaug. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta og flugeldar á gamlársdag eru algjörlega og eingöngu henni til heiðurs…bara svo þið vitið það. Verið eins og Áslaug.