FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Afmælisbarn dagsins, Ásta Camilla Gylfadóttir

Sjáið Ástu Camillu. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.

Ásta Camilla útskrifaðist árið 2004 frá NLH (Norges landbrukshøgskolen), Ås, og á margar yndislegar minningar frá skólaárunum. Ásta Camilla vinnur hjá VSÓ Ráðgjöf við fjölbreytt verkefni. Skólalóðir, leikskólalóðir, kirkjugarðar og gatnagerð svo eitthvað sé nefnt.

Í tilefni dagsins var Ásta Camilla spurð spjörunum úr.

  • Skemmtilegastu verkefnin? Öll verkefni eru skemmtileg, þau eru bara misskemmtileg
  • Hvaða mat getur þú alls ekki borðað? Siginn fisk og blóðmör, ekki að ræða það!
  • Uppáhaldsárstíð? Mér finnst allar árstíðir hafa sinn sjarma, sína kosti og galla. 
  • Falin perla hönnuð af landslagsarkitekt, veist þú um svoleiðis? Þessar perlur eru allstaðar í náttúrulegu umhverfi enda vitum við að skapari náttúrunnar er langbesti landslagsarkitektinn.
  • Ef það yrði gerð mynd um ævi þína, hver myndi að leika þig? Sko, ég myndi nú ekki leggja þá rullu á neinn.
  • Fallegasti staður á landinu? Lystigarður Akureyrar.
  • Uppáhalds tónlistarmaður? Mismunandi eftir stund, stað og stemmingu en sá sem á alltaf pláss í hjarta mínu er Vilhjálmur Vilhjálmsson.
  • Ef þú mættir ráða öllu, hvaða verkefni yrði ráðist í næst? Koma upp metnaðarfullu prógrammi í grunnskólum landsins þar sem umhverfisfræði og garðyrkja er kennd markvisst, svipað og RHS er að gera í Englandi, þ.e. virkja græna fingur barna. 

 

Þetta var Ásta Camilla. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.Verið eins og Ásta Camilla.