BORGARHÖFÐI Í HÖNNUNARSAMKEPPNI
Klasi fasteignaþróunarfélag efnir til hönnunarsamkeppni vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á Borgarhöfða. Um er að ræða nútímalegt skrifstofuhúsnæði, fjölnota samkomuhús og Krossamýrartorg. Reiturinn verður hjartað í nýjum, sjálfbærum og fallegum borgarhluta í Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 25. nóvember.
Allt að fimm teymi/stofur munu fá tækifæri til að taka þátt í samkeppni á forhönnun bygginga og torgs á reit 9A á Borgarhöfða. Markmiðið með samkeppninni er að finna metnaðarfullt hönnunarteymi til að vinna að lokahönnun á reit 9A í samstarfi við Klasa – hönnun á nútíma skrifstofuhúsnæði, fjölnota samkomuhúsi og Krossamýrartorgi. Hönnun sem skapar fjölbreytt og metnaðarfullt umhverfi atvinnu, afþreyingar og upplifunar, sem tekur mið af umhverfissjónarmiðum. Tillagan á að uppfylla allar helstu kröfur framtíðar fyrir atvinnuhúsnæði s.s. sveigjanleika, fjölbreytileika, sjálfbærni og umhverfisáherslur, aðkomu, flæði og aðgengi. Svæðið hefur síðustu áratugi verið athafna- og iðnaðarstarfsemi en mun á næstu árum taka miklum breytingum og verða þétt borgarmiðað hverfi með lífvænlega byggð þar sem fólk er í fyrsta forgangi. Borgarhöfði á Ártúnshöfða við Elliðaárvog er næsta uppbyggingarhverfi í Reykjavík. Svæðið er skilgreint sem lykilsvæði í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040.
Samkeppnin
Samkeppnin er í tveimur þrepum sem hefst á forvali, úr forvali verða allt að fimm teymi/stofur valin til að halda áfram í samkeppni um hönnun á reit 9A á Borgarhöfða. Valnefnd mun mögulega óska eftir viðtölum við þátttakendur við mat á umsóknum. Þau teymi/stofur sem komast áfram í samkeppnina fá öll greiddar 4 milljónir kr. án vsk.við skil tillagna og vinningstillagan fær 1 milljón aukalega. Miðað er við að hönnunarsamningur verði gerður við sigurvegara keppninnar.
Tímalína
- Auglýst eftir teymum í forval 11. – 25. nóvember 2022
- Tímafrestur til að skila inn umsókn og ferilskrá 25. nóvember 2022
- Valnefnd tilkynnir teymi sem komast áfram í samkeppni 9. desember 2022
- Samkeppnislýsing og samkeppnisgögn afhent 16. desember 2022
- Milliskil á tillögum og kynning fyrir dómnefnd 3. febrúar 2023 / 6.- 10. febrúar 2023
- Lokaskil á tillögum og kynning fyrir dómnefnd 3. mars 2023 / 6. -10. mars 2023
- Niðurstöður dómnefndar kynntar 23. mars 2023
Í umsóknum skal eftirfarandi koma fram:
- Nafn stofu eða teymis
- Nafn tengiliðs
- Netfang tengiliðs
- Sími tengiliðs
- Nöfn þátttakenda
- Fylgiskjöl
- Ferilskrá með upplýsingum um reynslu af sambærilegum verkefnum
Nánari upplýsingar um samkeppnina má finna á heimasíðu Borgarhöfða