FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Síðustu forvöð: Tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2022

Kæru landslagsarkitektar,

 

Við óskum eftir ábendingum um framúrskarandi verkefni! Vitið þið um einhvern sem ætti að hljóta umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs? Þá eru nú síðustu forvöð – frestur til að skila tilnefningum rennur út þriðjudaginn 10. maí.

 

Þema verðlaunanna í ár er náttúrumiðaðar lausnir og er ætlað að vekja athygli á því að náttúran og náttúrustjórnun eiga stóran þátt í að leysa loftslagsvandann og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni og eru því mikilvægur liður í loftslagsbaráttunni. Einnig er bent á að náttúrumiðaðar lausnir efli ekki aðeins umhverfið heldur megi líka búa svo um að þær skapi félagslegt, menningarlegt og fjárhagslegt virði.

 

Vitið þið um einhvern aðila sem verðskuldar verðlaunin í ár fyrir sinn þátt í að þróa, innleiða eða efla náttúrumiðaðar lausnir? Sá aðili getur verið einstaklingur, fyrirtæki, samtök, stofnun eða sveitafélag. Verðlaunahafinn í ár hlýtur 300.000 danskar krónur. Endilega skilið inn ykkar tillögum hér: https://www.norden.org/is/sendid-inn-tillogur-ad-tilnefningum-til-umhverfisverdlauna-nordurlandarads-2022

 

Einnig hvet ég ykkur til þess að deila boðskapnum með ykkar tengslaneti, og hjálpa okkur þannig að finna sem flest dæmi um náttúrumiðaðar lausnir á Norðurlöndunum. Í viðhengi eru share-ables sem þið megið endilega deila á ykkur miðlum.

 

Med venlig hilsen / Kind regards / Bestu kveðjur

Silja Elvarsdóttir
Sekretariatsleder for Nordisk råds miljøpris /
Skrifstofustjóri umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs /
Head of Secretariat of The Nordic Council Environment Prize

Norræna húsið / The Nordic House, Reykjavík
Farsími / Mobile: +354 7729027
silja@nordichouse.is

 

 

www.nordichouse.is
www.norden.org

Nordisk råds jubileum 1952–2022
Nordic Council Anniversary 1952–2022