Rýnifundir vegna samkeppna um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið og hugmyndasamkeppni um skipulag Stjórnarráðsreits
Í október 2016 samþykkti Alþingi ályktun um það m.a. að fela ríkisstjórninni að efna til samkeppnir um hönnun viðbyggingar við Stjórnarráðshúsið og skipulag Stjórnarráðsreits. Þingsályktunin var samþykkt í tilefni aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands árið 2018.
Framkvæmdasýsla ríkisins hefur haft umsjón með samkeppnunum fyrir hönd forsætisráðuneytisins. Báðar samkeppnirnar eru unnar í samvinnu við Arkitektafélag Íslands (AÍ) og hugmyndasamkeppnin um skipulag Stjórnarráðsreits einnig við Félag Íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA). Alls bárust þrjátíu tillögur um hönnun viðbyggingar við Stjórnarráðshúsið og átta tillögur í hugmyndasamkeppninni um skipulag Stjórnarráðsreits.
Nú liggja úrslit samkeppnanna fyrir. Verðlaunaafhending fer fram í Safnahúsinu 3. desember. Rýnifundir vegna þeirra verða haldnir á sama stað þriðjudaginn 4. desember. Fyrst kl. 15.00 vegna hugmyndasamkeppninnar um Stjórnarráðsreitinn og svo kl. 17.00 vegna viðbyggingarinnar við Stjórnarráðshúsið.