FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Afmælisbarn dagsins, Þórhildur Þórhallsdóttir

Sjáið Þórhildi.  Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.

Þórhildur útskrifaðist frá KVL í Kaupmannahöfn árið 2006. Þórhildur vinnur á Landmótun sf. Helstu verkefni eru hönnun inni í þéttbýli eins og yfirborðsfrágangur gatna,  torga og almenningssvæða en einnig ferðamannastaðir og ofanflóðamannvirki. Frábær fjölbreytileiki sem kemur fram í að vinna með millimetraskala og hundrað metraskala á sama deginum.

Í tilefni dagsins var Þórhildur spurð spjörunum úr.

  • Skemmtilegustu verkefnin?  Langflest verkefni eru skemmtileg í eðli sínu því fagið er svo skemmtilegt. Að geta unnið að því að bæta umhverfið og gera það grænna, líflegra og skemmtilegra alla daga er frábært.
  • Uppáhalds tréð og afhverju?  Silfurreynirinn í Víkurgarði. Tré með sögu sem tengir mann við liðna tíma. Annars eru öll tré uppáhalds, bæta umhverfið á svo margan hátt.
  • Uppáhalds bíómynd? Funny bones og Muriels Wedding – fá mann alltaf til að brosa.
  • Falin perla hönnuð af landslagsarkitekt, veist þú um svoleiðis? Veit ekki hversu falin hún er, en fyrir þá sem eru að heimsækja Barcelona mæli ég með grasagarðinum sem er hannaður af landslagsarkitektinum Bet Figueras. Garðurinn opnaði 1999 og þar er unnið með geometriu sem tekur á miklum hæðarmun á sérlega fallegan máta.
  • Hvert er uppáhalds útivistarsvæðið þitt? Uppland Hafnarfjarðar er alltaf í uppáhaldi, æskuslóðirnar.
  • Fallegasti staður á landinu? Þeir eru nú margir. Suðurfirðirnir með fjöllin, Rauðasand, Látrabjarg og hvítar víkur í júnísólinni eru allavegna í hópnum.
  • Uppáhalds tónlistarmaður? Martin Gore –  hefur samið lög sem hafa yljað og glatt í áratugi.

 

Þetta var Þórhildur. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.  Verið eins og Þórhildur.