FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Afmælisbarn dagsins, Jón Árni Bjarnason

Sjáið Jón Árna. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.

Jón Árni útskrifaðist frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2012. Jón Árni vinnur hjá Norconsult AS Hamar, Noregi, þar sem hann vinnur mikið með BIM-modell, útboðsgögn, og stikningsdata til verktaka, t.d. skólalóðir, leikvelli, útivistarsvæði, og stórar vegaframkvæmdir. Jón Árni er auk þess „BIM-koordinator“ fyrir Hamar skrifstofuna.

Í tilefni dagsins var Jón Árni spurður spjörunum úr.

  • Skemmtilegustu verkefnin? Útivistarsvæði og þverfagleg krefjandi verkefni.
  • Uppáhalds tréð? Íslenska birkið. Minnir mann á Ísland.
  • Uppáhalds bíómynd? Django Unchained 
  • Falin perla hönnuð af landslagsarkitekt, veist þú um svoleiðis? Efast um að margir viti um Árbakkan á Hvammstanga – Landslagsarkítekt Jón Rafnar Benjamínsson.
  • Hvert er uppáhalds útivistarsvæðið þitt? Golfvöllurinn á Blönduósi alltaf skemmtilegur og útivistarsvæðið í Kirkjuhvammi Hvammstanga á margar góðar minnningar.
  • Fallegasti staður á landinu? Erfið spurning, en segi Herðubreiðarlindir.
  • Uppáhalds tónlistarmaður? Erfitt að gera uppá milli Skálmaldar og Ásgeiri Trausta.

 

Þetta var Jón Árni. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta. Verið eins og Jón Árni.