FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Íslensk garðsaga – Einar E. Sæmundsen

Að búa til ofurlítinn skemmtigarð.  Íslensk garðsaga – landslagsarkitektúr til gagns og prýði er yfirlitsverk um sögu og þróun íslenskrar garð- og landslagshönnunar.

Í ritinu er sérstök áhersla lögð á tímabilið frá 1800 til 1980 sem kalla má upphafstímabil sýnilega garðsins. Lýst er hvernigmótun umhverfis okkar tengist rótum íslenskrar menningar og reynt að tengja frásögnina við þróun og lýðfræði íslensks samfélags í áranna rás. Eftir að þéttbýli tók að myndast óx þörf fólks til að rækta sér til nytja og að prýða umhverfið. Þetta kallaði á nýja sýn og smám saman urðu almenningsgarðar og útvistarsvæði hluti af skipulagsgerð þéttbýlis.

Höfundur er Einar E. Sæmundsen (1941) landslagsarkitekt. Hann hefur víða komið við á starfsferli sínum sem spannar nærri 50 ár. Hann átti teiknistofuna Landmótun þar sem hann starfaði í yfir 20 ár, var garðyrkjustjóri hjá Kópavogsbæ um hríð og dósent í hlutastarfi við LHÍ á Hvanneyri. Hann hefur auk þess verið virkur í ýmsum félagsmálum.

Útgefandi er Hið íslenska bókmenntafélag.
Nánari upplýsingar: www.hib.is