Afmælisbarn dagsins, Hlynur Gauti Sigurðsson
Sjáið Hlyn. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.
Hlynur útskrifaðist árið 2012 frá Kaupmannahafnar og er framkvæmdastjóri Landssamtaka skógareigenda (LSE) þar sem hann veitir ráðgjöf í tengslum við skógrækt og sinnir myndbandagerð. Skemmtilegustu verkefnin finnst honum allt sem tengist skógrækt. Hönnun skóga fyrir fólk, fé og frændur.
Í tilefni dagsins var Hlynur spurður spjörunum úr.
- Uppáhalds tréð? t.d. hlynur, veit ekki af hverju.
- Hvaða bók er á náttborðinu? Mannlaus veröld, eftir Alan Weisman.
- Falin perla hönnuð af landslagarkitekt, veist þú um svoleiðis? Skúmaskotið við lækinn í miðbæ Hvammstanga og Surtsey.
- Hvert er uppáhalds útivistarsvæðið þitt? Vel hyrtir skógar, lauf eða barr, sléttir eða flatir, gisnir eða þéttir. Þeir leynast lúmskt víða.
- Fallegasti staður á landinu? Heimahagarnir, Fljótsdalshérað.
- Uppáhalds tónlistargrúbba? No smoking band.
- Viltu deila undarlegri staðreynd um þig? Et ego minus Latine, eo magis oblivisci me.
Þetta var Hlynur. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta. Verið eins og Hlynur.