FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Afmælisbarn dagsins, Þuríður Ragna Stefánsdóttir

Sjáið Þuríði. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.

Þuríður útskrifaðist árið 1996 frá NLH (Norges Landbruksshøgskole) en skólinn heitir núna Norges miljø og biovitenskapelige universitet. Þuríður vinnur núna hjá Verkís þar sem hún er í fjölbreyttum verkefnum s.s. deiliskipulagsgerð, umhverifsmat áætlana og hönnun á smærri svæðum. Einnig í verkefnum fyrir norsku vegagerðina bæði við skipulag og hönnun við vegi.

Uppáhalds bíómynd Þuríðar er Sleepless in Seattle – enda er hún svolítið veik fyrir rómantískum myndum.

Í tilefni dagsins var Þuríður spurð spjörunum úr.

  • Skemmtilegustu verkefnin? Þegar ég vann fyrir norsku vegagerðina í Þrándheimi fyrir nokkrum árum þá vann ég hönnun áningastaðar og hringtorgs sem voru mjög skemmtileg og krefjandi.
  • Áttu þér uppáhalds tré? Hestakastanía, það er svo tignarlegt og fallegt tré með stór blöð. Svo eru það kastaníuhneturnar sem eru svo fínar í jólaskreytingarnar 🙂
  • Er einhver landslagsarkitekt, arkitekt eða hönnuður sem þér þykir skara fram úr?Enginn sérstakur.
  • Hver er fallegasti staður á landinu? Hallormsstaðaskógur.
  • Hvert er uppáhalds útivistarsvæðið þitt? Hallormsstaðaskógur.
  • Uppáhalds tónlistamaður? Pálmi Gunnarsson og Placido Domingo.

 

Þetta var Þuríður. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta. Verið eins og Þuríður.