FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Afmælibarn dagsins, Marta María Jónsdóttir

Sjáið Mörtu Maríu. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.

Marta María útskrifaðist árið 2010 frá University of Copenhagen og er verkefnastjóri á Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Þar verkstýrir hún verkefnum bæði í hönnun og framkvæmd. Marta María segir að skemmtilegustu verkefnin séu þau þegar maður sér hugmyndina sína verða að veruleika.

Í tilefni dagsins var Marta María spurð spjörunum úr.

  • Áttu þér uppáhalds tré? Birki (Betula) yndislega góð lykt af því og þá sérstaklega í rigningu. Hvert tré er einstakt og hefur sinn karakter með skemmtilega kræklóttar greinar sem nýtist líka vel í skreytingar.
  • Uppáhalds bíómynd? Stella í orlofi.
  • Falin perla hönnuð af landslagarkitekt, veist þú um svoleiðis? Grand Canal Square í Dublín sem er hannað af nöfnu minni Mörtha Schwartz, dreymir um að fara að skoða það.
  • Hver er fallegasti staður á landinu? Ísafjarðardjúp .
  • Hvert er uppáhalds útivistarsvæðið þitt? Hellisskógur, Nauthólsvík og allar sundlaugar landsins.
  • Uppáhalds tónlistamaður? Helgi Björnsson.

 

Þetta var Marta María. Hún á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta og elskar selspik og harðfisk saman. Verið eins og Marta María.