Hönnunarsamkeppni um Laugaveg og Óðinstorg
Hönnunarsamkeppni um Laugaveg og Óðinstorg – forval
Reykjavíkurborg, í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA), auglýsir eftir hönnuðum til að taka þátt í forvali vegna hönnunarsamkeppni um endurgerð á yfir borði tveggja svæða í Reykjavík, annars vegar Laugavegar milli Snorrabrautar og Skólavörðustígs og hins vegar Óðinstorgs.
Viðfangsefni hönnunarsamkeppninnar er að hanna svæði fyrir almenning sem endurspegli bæði góðan borgarbrag og verði vettvangur fjölbreytts mannlífs, þar sem aukin áhersla er lögð á gangandi og hjólandi umferð auk góðs aðgengis fyrir alla.
Valdir verða allt að 8 hópar til þátttöku og mun verða greiddar kr. 850.000 fyrir hverja tillögu að hönnun Laugavegar og kr. 600.000 fyrir hverja tillögu að hönnun Óðinstorgs. Greitt verður aukalega fyrir verðlaunatillögur, kr. 500.000 fyrir Laugaveg og kr. 350.000 fyrir Óðinstorg.
Í hverju teymi skal a.m.k vera einn landslagsarkitekt og einn arkitekt, sem hafa leyfi til að skila inn séruppdráttum. Hvatt er til þverfaglegrar samvinnu og þætti jákvætt að aðrir hönnuðir kæmu að gerð tillagna. Fagleg starfsreynsla tveggja aðalmanna teymis skal ekki vera minni en 5 ár, hvor um sig. Allt að 6 teymi munu verða valin úr þessum hópi. Ung um og óreyndari hönnuðum er gefið tækifæri til þátttöku, en tvö teymi verða dregin úr potti þeirra sem ekki uppfylla 5 ára starfsreynslu. Samsetning þeirra skal vera sú sama og kveðið er á um hér að ofan.
Lysthafendur fari inn á vefinn reykjavik.is/ hönnunarsamkeppni og nái í og fylli út eyðu blað á PDF formi, þar sem spurt er um fyrri verkefni og reynslu. Eyðublaðið sendist síðan útfyllt sem viðhengi á netfangið skipulag@reykjavik.is fyrir 15. ágúst n.k. Nánari upplýs ingar á ofangreindu vefsvæði. Stefnt er að því að keppnislýsing og nánari keppnisgögn verði gerð aðgengileg fyrir völd teymi á vefnum hugmyndasamkeppni.is 15. september nk.