Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð kominn í samráðsgátt
Innviðaráðuneytið hefur fyrir hönd Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar birt Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
Í vegvísinum eru sett fram markmið um vistvænni mannvirkjagerð og aðgerðir til að ná þeim markmiðum fyrir árið 2030. Þetta er í fyrsta sinn sem losun, markmið og aðgerðir fyrir vistvæna mannvirkjagerð á Íslandi eru skilgreind með þessum hætti. Vegvísirinn var unninn á vegum Byggjum grænni framtíð, sem er samstarfsvettvangur stjórnvalda og byggingariðnaðarins um vistvæna mannvirkjagerð. HMS heldur utan um samstarfsvettvanginn Byggjum grænni framtíð.
Opið er fyrir umsagnir til og með 31. ágúst nk. og eru allir áhugasamir aðilar hvattir til þess að skila inn umsögn. Samráðsgáttina má finna hér.
mynd: vísir.is