FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

MÁLÞING FÍLA 30.APRÍL 2015

Borgarlandslag; framtíðarsýn og hönnun nærumhverfis í byggð

Í tilefni af því að apríl er alþjóðlegur mánuður landslagsarkitektúrs, mun Félag íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA, standa fyrir málþingi 30. apríl næstkomandi. Þar verður rætt mikilvægi þess að efla gæði í þéttbýli og með hvaða hætti hægt er að nota hönnun sem verkfæri til þess að ná fram þeim eiginleikum almenningsrýma er veita tækifæri til eflingar lýðheilsu, auka sjálfbæra þróun og náttúruvernd í byggðum og styrkja fjölbreytta og oft staðbundna menningarstarfsemi.

Þrír erlendir landslagsarkitektar sem hafa hlotið alþjóðlegar viðurkenningar og starfa með nýja strauma í hönnun og vinnuaðferðum landslagsarkitekta halda erindi á málþinginu:

  • Jeppe Aagard Andersen er danskur landslagsarkitekt sem hefur haldið erindi um allan heim um málefni er tengjast hönnun borgarrýma, tímann sem verkfæri og ábyrgð okkar gagnvart komandi kynslóðum.
  • Lisa Klingwall er sænskur landslagsarkitekt og starfar hjá Stokkhólmsborg. Hún vinnur að verkefnum sem tengjast leiksvæðum barna, þéttingu byggðar og hvernig börn upplifa og nota leiksvæði og nærumhverfi sitt.
  • Lorenz Dexler  rekur teiknistofuna Topotek1 í Berlin ásamt Martin Rein-Cano. Stofan vann samkeppni á Nørrebro í Kaupmannahöfn, verkið er kallað Superkilen og hefur hlotið ýmis verðlaun og var m.a. tilnefnt til Mies van der Rohe verðlaunanna.

 

Þá munu Aðalheiður Atladóttir arkitekt FAÍ,  Páll Jakob Líndal umhverfissálfræðingur og landslagsarkitektarnir Hermann Ólafsson, Auður Sveinsdóttir, Dagný Bjarnadóttir og Þráinn Hauksson halda erindi. Hjálmar Sveinsson, heimspekingur og formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar  mun setja málþingið og fundarstjóri er Stefán Thors, arkitekt FAÍ.

Við vonum að sem flestir sem áhuga hafa á borgarlandslagi sjái sér fært að mæta og fræðast um gæði og mkilvægi nærumhverfis, áhrif verka okkar á komandi kynslóðir og hvernig hönnun sameinar þetta tvennt.

Samstarfsaðilar málþingsins eru Norræna húsið og Íslensk erfðagreining.

D A G S K R Á  Málþingsins má sjá hér.

S K R Á N I N G  fer fram hér.

Frekari upplýsingar varðandi  fyrirlesara og annað varðandi málþingið munu birtast á heimasíðu FÍLA.

Verið velkomin á málþing FÍLA fimmtudaginn 30. apríl 2015 í húsi íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8, 101 Reykjavík.

 

1 Comments

  1. Pingback: Málþing FÍLA 30.apríl 2015 | Arkitektafélag Íslands

Comments are closed.