FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Afmælisbarn dagsins, Þráinn Hauksson

Sjáið Þráinn. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta.

Þráinn útskrifaðist frá Landbúnaðarháskóla Kaupmannahafnar árið 1984. Þráinn vinnur á Landslagi þar sem hann dekkar allan skalann og segir skemmtilegasta verkefnið að lesa landslagið hvort sem það er innanbæjar eða úti í náttúrinni.

Í tilefni dagsins var Þráinn spurður spjörunum úr.

  • Uppáhalds tréð? Knappareynirinn (Sorbus americana) fyrir utan eldhúsgluggann minn. Hann er mjög blaðfallegur og fer tryllta haustliti. Fékk hann á Tumastöðum fyrir tæplega 25 árum.
  • Uppáhalds bíómynd? Den Enfaldige Mördaren med Stellan Skårsgård eftir Hans Alfredson https://www.youtube.com/watch?v=EyA5avzXqkY
  • Falin perla hönnuð af landslagsarkitekt, veist þú um svoleiðis? „Nýi“ kirkjugarðurinn í Gufunesi eftir Reyni Vilhjálmsson.
  • Hvert er uppáhalds útivistarsvæðið þitt? Ásfjall í Hafnarfirði. Lægsta fjall landsins.
  • Fallegasti staður á landinu? Rauðisandur.
  • Uppáhalds tónlistarmaður? Þeir eru svo rosalega margir, en CeaseTone stendur hjarta mínu næst. Verð þó líka að nefna David Bowie og Brian Eno sem á þátt í mörgum af bestu plötum síðustu 40 ára.
  • Viltu deila undarlegri staðreynd um þig? Ég stundaði nám í viðskiptafræði í 6 vikur í HÍ.

 

Þetta var Þráinn. Hann á afmæli eins og Félag íslenskra landslagsarkitekta. Verið eins og Þráinn.