Manneskjan í fyrirrúmi – verðalaunatillaga
Tillaga Arkís, Landslags og Verkís um rammaskipulag Elliðaárvogs og Ártúnshöfða var valin til verðlauna eftir hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar. Niðurstaðan er vistvænt borgarhverfi með fólk í fyrirrúmi
Tillaga unnin af Arkís arkitektum ehf, Landslagi ehf, Verkís hf með aðstoð Dr. Bjarna Reynarssonar uppfyllti best og flest markmið aðalskipulags Reykjavíkur og önnur markmið sem koma fram í keppnislýsingu Reykjavíkurborgar um rammaskipulag Elliðaárvogs – Ártúnshöfða. Það sem einkennir hana er áhersla á lýðheilsu, sjálfbærni og vistvæna hugsun. Blönduð borgarbyggð verður á svæðinu með ríkan staðaranda.
Samkeppnin var lokuð hugmyndasamkeppni um rammaskipulag. Valdir voru fimm aðilar að undangengnu forvali og voru það Batteríið arkitektar, Teiknistofan Storð, VSB verkfræðistofa. Karl Kvaran, OLGGA o.fl. Arkís arkitektar, Landslag, Verkís. Gláma Kím, Kurtogpís, Efla, Studio Vulkan. Teiknistofan Tröð, Mannvit.
sjá nánar á heimasíður Reykjavíkurborgar