Stefnumót
Þann 4. nóvember nk. verður haldið STEFNUmót íslensks byggingariðnaðar þar sem stefnt verður saman 300 fulltrúum þvert á íslenskan byggingariðnað. Viðburðurinn er hluti af viðburðaröðinni „Samstarf er lykill að árangri“ sem er samvinnuverkefni SI, Mannvirkjastofnunar, Félags Byggingafulltrúa, Nýsköpunarmiðstöðvar og Arkitektfélags Íslands. Um er að ræða heilsdags þing þar sem rýnt verður í stöðu íslensks byggingariðnaðar í kjölfar efnahagshruns og mögulegar umbætur og framfarir skoðaðar.
Á þinginu hefur þú tækifæri til að koma þínum skoðunum á framfæri og hafa áhrif á framtíðarstarfsumhverfi íslensks byggingariðnaðar. Boðið verður upp á stutta fyrirlestra og unnið í þverfaglegum hópum. Til þess að kortleggja skoðanir þátttakenda munu Siðfræðistofnun og Félagsvísindastofnun HÍ leggja spurningakannanir fyrir þátttakendur.
Afrakstur þingsins verður nýttur til að móta skýrari sameiginlega stefnu og forgangsröðun meðal þeirra fjölmörgu hópa sem starfa innan og í tengslum við íslenskan byggingariðnað.
Þín rödd skiptir máli – taktu 4. nóvember frá !
Skráning á viðburðinn hefst 1. október. Skráning hér