Skemmtifundur FÍLA 28. nóvember kl. 18.00
Fimmtudaginn 28. nóvember stendur FÍLA fyrir skemmtifundi og mun hann verða haldinn í sal Listasafns Einars Jónssonar við Eiríksgötu 3.
Undirbúningshópur GA 2020, sem er á vegum IFLA, mun vera með kynningu, umræðu og hugmyndaleit. Fundur og ráðstefna verður haldin í Reykjavík í október 2020.
Pub quiz úr faginu, garðaskoðun, umræður o.gl.
Boðið verður uppá léttar og góðar veitingar.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Kveðja frá dagskrárnefnd og stjórn.