FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Sigurtillaga um Leiðarhöfða vinnur til brons á alþjóðlegri arkitektakeppni

    Leiðarhöfði

Tillaga Landmótunar, Hjark og Sastudio “Umhverfis Leiðarhöfða” hefur unnið til bronsverðlauna í hinni virtu alþjóðlegu arkitektakeppni, The World Architecture News Award 2022 í flokki Samfélagsleg rými.

Verkefnið hlaut 1. verðlaun í samkeppni um Leiðarhöfða, sem haldin var í samstarfi við FÍLA í vor. Tillagan mótar umgjörð um mögulega uppbyggingu á Leiðarhöfða sem bætir aðstöðu og aðgengi til útivistar og eykur útsýnis- og náttúruupplifun svæðisins. Hægt er að kynna sér þessa vönduðu tillögu á heimasíðu sveitafélagins Hornafjörður.

Innilega til hamingju með viðurkenninguna Landmótun, Hjark og Sasstudio!