Jólafundur FÍLA 2025
Í gær stóð FÍLA fyrir hinum árlega jólafundi félagsins í nýuppgerðri Elliðarárstöð. Magnea Guðmundsdóttir, arkitekt teiknistofunnar Stiku og Svava Þorleifsdóttir, landslagsarkitekt frá Landslagi leiddi félagsfólk um rafstöðina undir stjörnubjörtum vetrarhimni og sögðu frá hönnunarferlinu, sögu stöðvarinnar og framtíðaráætlunum. Svæðið, sem áður var afvikið iðnaðarsvæði, iðar nú af lífi árið um kring en naut sín sérstaklega vel í jólabúningnum. Elliðaárstöð hlaut Hönnunarverðlaun Íslands sem Staður ársins í nóvember sl. og hefur að auki verið tilnefnd til Mies van der Rohe verðlaunanna. Verkið er hannað af þverfaglegu teymi Tertu og Landslags.
Að erindi loknu var haldið í Gestastofu staðarins þar sem boðið var upp á jólaglögg, smákökur og gott spjall eins og Fílum einum er lagið
Félag íslenskra landslagsarkitekta óskar landsmönnum öllum gleðilegrar aðventu.




