FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Hönnunarsamkeppni um Lækjartorg og aðliggjandi gatnarými

Reykjavíkurborg og Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) efna til hönnunarsamkeppni um Lækjartorg og aðliggjandi gatnarými. Óskað er eftir þátttakendum í forval vegna fyrirhugaðrar samkeppni. Öllum er frjáls þátttaka í forvalinu en innan teymanna þarf þó að vera að minnsta kosti einn landslagsarkitekt og einn arkitekt.

Kynnið ykkur nánar efni og skilmála samkeppninnar á meðfylgjandi hlekk og þar má einnig finna ítarleg drög að samkeppnislýsingu.

 

https://reykjavik.is/frettir/laekjartorg-i-honnunarsamkeppni

 

Kær kveðja

Stjórn fíla