FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

umhverfismat áætlana 

Umhverfismat áætlana er verklag eða aðferð við áætlanagerð sem er ætlað að tryggja að tekið sé tillit til sjónarmiða um umhverfisvernd og sjálfbæra þróun, með því að leggja mat á áhrif áætlana í heild og einstakra stefnumiða þeirra á umhverfið. Það er m.a. gert með því að setja fram stefnukosti og bera þá saman m.t.t. áhrifa á tiltekna umhverfisþætti og með því að kynna tillögur og umhverfismat þeirra almenningi og öðrum sem hafa hagsmuna að gæta.
Enska: Strategic Environmental Assessment, SEA