FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

þjóðgarður

Umhverfisráðherra getur að fengnum tillögum eða áliti Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og Náttúruverndarráðs, lýst landsvæði þjóðgarð, sé það sérstætt um landslag, gróðurfar eða dýralíf eða á því hvílir söguleg helgi þannig að ástæða sé til að varðveita það með náttúrufari sínu og leyfa almenningi aðgang að því eftir tilteknum reglum. Landsvæði þjóðgarða skulu vera í ríkiseign, nema sérstakar ástæður mæli með öðru og um það náist samkomulag milli umhverfisráðherra og landeigenda. Þjóðgarðar hafa verið stofnaðir á tveimur stöðum í landinu, í Skaftafelli og Jökulsárglúfrum. Í hugum Íslendinga eru Þingvellir einnig þjóðgarður en svæðið er friðlýst með sérlögum sem helgistaður allra Íslendinga. Þar kemur hugtakið þjóðgarður hvergi fram (umhverfisvefurinn). 
Enska: national park
Norska: Nasjonalpark