FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

skipulagssvæði

Það landsvæði sem skipulagsáætlun tekur til. Svæðisskipulag tekur til tveggja eða fleiri sveitarfélaga sem jafnan skulu mynda heild í landfræðilegu, hagrænu og félagslegu tilliti. Aðalskipulag tekur til alls lands eins sveitarfélags. Deiliskipulag nær til einstakra svæða eða reita innan aðalskipulags og skal jafnan miðast við að ná til svæða sem mynda heildstæða einingu. Í þéttbýli skal deiliskipulag að jafnaði ekki taka yfir minna svæði en götureit (skipulagsreglugerð)