FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

sérstök svæðisskipulagsmeðferð

Svæðisskipulag sem tekur til stakra framkvæmda eða áætlana, oft á vegum annarra aðila en sveitarstjórna, sbr. 15. gr. skipulags- og byggingarlaga. Skipulagstillaga er unnin af þeim sem ábyrgð ber á viðkomandi áætlun eða framkvæmd en kynnt á vegum Skipulagsstofnunar. Sérstakt svæðisskipulag er háð staðfestingu umhverfisráðherra. Sérstakt svæðisskipulag tekur gildi þegar staðfesting þess hefur verið birt í B-deild Stjórnartíðinda (skipulagsreglugerð)