Ramsar samningurinn
Ramsar samningurinn er um verndun votlendis og tók gildi á Íslandi árið 1978. Eitt megin inntak hans er ákvæðið um skynsamlega nýtingu: Að nýta votlendi þannig að það gefi að það gefi sem mest af sér til núverandi og komandi kynslóða í samræmi við viðhald náttúrulegra eiginleika vistkerfisins. Samkvæmt Ramar samningnum eru svæði talin hafa alþjóðlegt verndargildi ef 1% af einhverjum stofni vatnafugla nýtir þau í lengir eða skemmri tíma. Meðal þeirra skuldbindinga sem felast í Ramsar samningnum er: · Að setja eitt eða fleiri svæði á skrá yfir alþjóðlega mikilvæg votlendissvæði. Íslendingar hafa tilnefnt Mývatn, Þjórsárver og Grunnafjörð. · Að semja og hrinda í framkvæmd áætlun sem stuðlar að skynsamlegri nýtingu allra votlenda. · Að láta framkvæma mat á uhverfisáhrifum áður en votlendi er breytt eða það eyðilagt. · Að skrá öll votlendi í heimalandi og kanna ástand þeirra (umhverfisvefurinn)
Enska: The Ramsar convention on wetlands