FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

mat á umhverfisáhrifum

Lögum um mat á umhverfisáhrifum er ætlað að tryggja að metin séu þau áhrif sem tilteknar framkvæmdir geta haft á umhverfi, lífríki, jarðveg, jarðmyndanir, vatn, loft, veðurfar, landslag, samfélag, heilbrigði, menningu og menningarminjar, ásamt atvinnu og efnislegum verðmætum. Hluti matsins er kynning framkvæmdar með auglýsingu sem gerir almenningi kleift að kynna sér hana og koma athugasemdum á framfæri. Leiði matið í ljós umtalsverð áhrif á umhverfið ber að gera ráðstafanir sem koma í veg fyrir eða draga úr þeim áhrifum eins og kostur er. Mat á umhverfisáhrifum er í raun ferli þar sem metin eru þau áhrif sem framkvæmd kann að hafa á umhverfið áður en hafist er handa. Ferlið hefst við undirbúning og hönnun framkvæmdar á vegum framkvæmdaraðila þar sem m.a. er kannað er hvort um matskylda framkvæmd er að ræða. Sé framkvæmdin matskyld heldur ferlið áfram með því að framkvæmdaraðili sér um að umhverfisáhrif framkvæmdarinnar séu metin. Síðan tekur við formleg athugun hjá Skipulagsstofnun, sem lýkur með úrskurði skipulagsstjóra (skipulagsstofnun) 
Enska: environmental impact assessment