líffræðilegur fjölbreytileiki
Breytileiki meðal lifandi vera af öllum uppruna, á láði og legi og þau vistfræðilegu kerfi sem þær tilheyra, ásamt þeim erfðaeinkennum sem lífverurnar bera með sér. Hugtakið nær til breytileika innan tegundar, milli tegunda og milli vistkerfa. Mjög mikilvægt er að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika í náttúrunni og reyna að koma í veg fyrir að tegundir deyi út. Það getur haft alvarlegar afleiðingar sem erfitt er að sjá fyrir (umhverfisvefurinn)
Norska: Biologisk mangfoldighet