FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

landslagsflokkun

Flestar aðferðir sem notaðar eru við flokkun á landslagi byggja á greiningu lands á þann hátt að einsleit landsvæði eru afmörkuð út frá sameiginlegum einkennum í náttúrufari, landslagi og landnotkun. Ýmsar aðferðir hafa verið notaðar við þessa flokkun: A. Vettvangsflokkun. Með aðstoð loftljósmynda eru afmörkuð svæði sem hafa sameiginleg eðlisræn einkenni og er þá lagt meira upp úr heildinni heldur en einstökum þáttum. Þessi aðferð er stigskipt þar sem fyrst eru greind heildareinkenni, t.d. hálendi eða láglendi og síðan í undirflokkar s.s. brött hlíð, slétta og þröngur dalur. B. Skynjun á rými. Þessi aðferð byggir á þeirri hugmynd að minnsta eining fyrir landslag séu sjónrænir þættir. Á grundvelli þess eru landslagseiningar afmarkaðar út frá sjónrænum rýmismyndum með hjálp grunnkorta og vettvangsathugana. C. Vistfræðilegar einingar. Sam-kvæmt þessari aðferð er litið svo á að landslag sé spegilmynd af vistkerfinu og þar með ættu vistfræðilegar einingar að geta túlkað landslagseiningar, t.d. tjörn, , jaðar og mýri. D. Svipaðir landslagsþættir. Þessa aðferð má framkvæma með glæru-aðferðinni þ.e. mismunandi þemakort eru lögð saman, t.d hallakort, skuggakort og gróðurkort eða með því að nota tölfræðilegar aðferðir til að skilgreina eiginleika og afmörkun landfræðilegra eininga. Hér er mikilvægt að fyrir liggi ítarleg grunngögn (yþl) 
Norska: Landskapsinndeling