FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

hverfugl

Í þjóðsögum er getið “hverafugla” á Ölkelduhálsi og Hagavíkurlaugum á Hengilssvæðinu. Var þeim gjarnan lýst þannig að þeir væru fremur litlir vexti, dökkleitir og líkastir andartegundum og sagðir synda í sjóðandi hverum og jafnvel stinga sér í þá. Sagt var að ekki þýddi að sjóða þá, en ef þeir væru látnir í kalt vatn, brögðuðust þeir sem soðnir væru (yþl).