FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

hávaðamengun

Hávaði er óumbeðið hljóð. Hávaðamengun er hávaði í umhverfi manna í þeim mæli að ógni heilsu manna. Margir verða fyrir hávaðamengun, m.a. frá umferð, flugi, atvinnurekstri eða nágrönnum. Hávaðamengunar gætir þó einkum á vinnustöðum. Auk heyrnarskaða er talið að hávaðamengun geti einnig valdið ýmsum öðrum truflunum á líkamsstarfsemi, einkum blóðrásartruflunum. Hávaðamengun er sú tegund mengunar sem snertir flesta beint .
Enska: noise, noise pollution