framkvæmdaleyfi
Meiriháttar framkvæmdir, sem ekki eru háðar byggingarleyfi, eru háðar framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar. Framkvæmdir teljast meiriháttar þegar þær vegna eðlis eða umfangs hafa veruleg áhrif á umhverfið og breyta ásýnd þess. Nánari upplýsingar um framkvæmdaleyfi er að finna í leiðbeiningablaði Skipulagsstofnunar um framkvæmdaleyfi.