FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

endurheimt votlendis 

Með endurheimt votlendis er leitast við að færa land í átt til fyrra horfs og skapa lífsskilyrði fyrir gróður og dýralíf sem áður ríkti. Skilyrði þess er að vatnabúskapur á svæðunum verði í líkingu við það sem áður var. Líta má á endurheimt votlendis sem lið í almennri náttúru- og landslagsvernd (umhverfisvefurinn). 
Enska: wetland restoration
Danska: Genopbygning af vådmark