FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

GUFUNESSAMKEPPNI – ÚRSLIT

Í gær fimmtudaginn 8. desember 2016 voru úrslit í hugmyndasamkeppni um Gufunessvæðið í Reykjavík.
Sex tillögur bárust í hugmyndasamkeppnina frá arkitektastofum sem valdar voru til þátttöku að undangengnu forvali.  Í áliti dómnefndar segir m.a. að allar tillögurnar sex séu vandaðar og vel unnar. Arkitektastofan jvantspikjer+Felixx hlaut fyrstu verðlaun fyrir tillögu sína Fríríki frumkvöðla.

„Vinningstillagan sýnir einstaklega vandaða vinnu og tekst það vandasama verk að vera frumleg á sama tíma og hún fer vel með anda staðar. Þetta er sannfærandi og raunhæf tillaga með skýra heildarhugmynd. Borgarmiðað og skilvirkt gatnakerfi ásamt góðum útirýmum og mannlegum kvarða eru sterkir og mótandi þættir í byggðinni á svæðinu sem fær sitt eigið aðdráttarafl með spennandi áherslu á frumkvöðla og framtíðaratvinnuþróun á svæðinu,“ segir m.a. í álitinu.

Plús Arkitektar og Landslag fengu sérstaka viðurkenningu fyrir sterka framtíðarsýn á uppbyggingarmöguleikum svæðisins
Hornsteinar arkitektar fengu sérstaka viðurkenningu fyrir frábæra landslagshönnun og hönnun útivistarsvæða