Göngu- og hjólavænt borgarumhverfi
Góðan dag
Mig langar til að vekja athygli á námskeiði um göngu- og hjólavænt borgarumhverfi sem Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) stendur fyrir í samstarfi við meistaranám í skipulagsfræði við sama skóla. Námskeiðið fjallar um skipulag göngu- og hjólavæns borgarumhverfis, með áherslu á aðstæður í litlum og meðalstórum borgum á norðlægum slóðum. Í upphafi námskeiðsins er fjallað almennt um samgöngur og borgarskipulag og hvernig byggt umhverfi hefur áhrif á val ferðamáta og venjur. Megin áhersla námskeiðsins liggur í að skoða annars vegar notenda sjónarmið gangandi og hjólandi vegfarenda og hins vegar aðferðir skipulagsfræðinnar við að greina og meta gæði borgarumhverfis fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Að loknu námskeiði geta þátttakendur tekið til notkunar viðeigandi greiningaraðferðir við að meta að hvað marki umhverfið telst hjóla- og/eða gönguvænt og sýnt fram á og byggt mat á gæðastigi þess á stöðu þekkingar á viðeigandi sviði.
Kennari á námskeiðinu er Harpa Stefánsdóttir arkitekt og dósent í skipulagsfræðum við Norges miljø- og biovitenskapelige universitet (NMBU).
Þeir nemendur sem sækja námskeiðið hjá Endurmenntun LbhÍ sækja sama námskeið og þeir sem skráðir eru í nám við skólann. Nemandi sem uppfyllir öll skilyrði til próftöku verður gefinn kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs, 4 ECTS einingar.
Námskeiðið er kennt fimmtudaginn 14. Október kl. 13 – 16, föstudaginn 15. Október 9 – 16, laugardaginn 30. Október 9 – 16 oh föstudaginn 12. Nóvember 9 – 12 hjá LbhÍ á Keldnaholti í Reykjavík (stundatafla birt með fyrirvara).
Skráning og nánari upplýsingar: https://endurmenntun.lbhi.is/gongu_hjolastigar/
Ég væri mjög þakklát ef Félag landslagsarkitekta gæti vakið athygli á námskeiðinu meðal sinna félagsmanna.
Ekki hika við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna
Með kærri kveðju.
Áshildur
Áshildur Bragadóttir Nýsköpunar- og endurmenntunarstjóri / Director of Innovation & Continuing Education ashildur@lbhi.is / (+354) 782 1202 Landbúnaðarháskóli Íslands / Agricultural University of Iceland Hvanneyri, 311 Borgarnesi www.lbhi.is / (+354) 433 5000 |