FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSLAGSARKITEKTA

Elliðaárstöð er Staður ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2025

Elliðaárstöð er nýr áfangastaður með ólíkum rýmum og fjölbreytilegri upplifun í Elliðaárdal, hönnuð af Tertu þverfaglegu hönnunarteymi í samstarfi við Landslag.

Elliðaárstöð hefur verið endurhönnuð fyrir Orkuveituna sem spennandi áfangastaður með almenningsrýmum, gestastofu og veitingastað. Svæðið iðar nú af lífi árið um kring en var áður afvikið iðnaðarsvæði. Með endurhönnun á svæðinu hefur gömlum byggingum verið gefið nýtt hlutverk. Útisvæðið fléttast fallega saman við starfsemina með einstöku leiksvæði, viðburðasvæðum, gönguleiðum og innsetningum.

Elliðaárstöð er Staður ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2025 – Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

Myndir og texti: Terta